fimmtudagur, 15. ágúst 2024

Brýnt að bregðast við sjónarmiðum hjólhýsabúa

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur verið einn ötulasti málsvari hjólhýsafólks í Reykjavík. Hún hefur barist af krafti fyrir því að bæta aðstæður þessa hóps, sem hefur verið á jaðri samfélagsins og líður fyrir skort á öruggu og mannsæmandi húsnæði. Kolbrún hefur réttilega lagt mikla áherslu á að borgin mæti brýnum þörfum þeirra sem neyðast til að búa í hjólhýsum, þar sem þau eiga ekki í nein önnur hús að venda hér og nú. 

Í þessu tilliti er sjónarmið og málsvörn borgarstjórnar, sem flestir þó geta tekið undir að til lengri tíma þurfi að auka framboð af félagslegu húsnæði, léttvægt og endurspeglar skilningsleysi á brýnum þörfum þessa hóps sem stendur verulega höllum fæti.  Nú hallar sumri og eftir tvo mánuði fer í hönd vetur sem vonandi verður mildur og góður en ekki er hægt að horfa framhjá því að síðasti vetur var sá kaldasti á öldinni og sá hinn fyrri var fremur illviðrasamur.

RGB

Tenglar: 

https://www.visir.is/g/20242598402d/gert-ad-bua-a-sorphaug-vid-saevarhofda

https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-19-thetta-er-eins-og-skitugu-bornin-hennar-evu-thad-vill-enginn-sja-thetta-418028