föstudagur, 18. desember 2020

„Hún vaknaði aldrei“




Draumar um sálir látinna fóstra koma fyrir í frásögnum kvenna sem farið hafa í fósturdeyðingu. Hér er gripið niður í bókinni „Rof. Frásagnir kvenna af fóstureyðingum“. Höf. Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir.

Ólöf: „Eftir aðgerðina spáði ég ekki mikið í þetta og lokaði eiginlega alveg á það. Mig dreymdi samt af og til eftir þetta með löngu millibili, lítinn strák sem kallaði mig mömmu, og það tók svolítið á mig.“ Bls. 42.

Pála: „Þegar ég hugsa um litlu veruna er hún alltaf í kvenkyni. … Þegar mig hefur dreymt hana hefur hún alltaf verið með lokuð augun, hreyfingarlaus í hnipri en samt afskaplega friðsæl, böðuð laxableikum bjarma. Hún sefur alltaf í draumum mínum. Líklega vegna þess að hún vaknaði aldrei.“ Bls. 190.

Sérhvert fóstur hefur sérstakt erfðamengi og er manneskja hvernig sem málið er hugsað. Lífinu sem er eytt, er til að mynda annaðhvort líf drengs eða stúlku. Það er ekki hægt að komast hjá þeim dómi að fóstur[d]eyðing sé í raun aftaka mannlegs lífs.

Úr umsögn MKs um frumvarpið sem varð að lögum nr. nr. 43/2019

föstudagur, 11. desember 2020

Fjandskapur gagnvart fólki sem aðhyllist Jesú Krist: Pastor Brunson spáir auknum ofsóknum gegn kristnu fólki í Bandaríkjunum



Kristni presturinn sem var ranglega lokaður inni í tyrknesku fangelsi í tvö ár segist sjá fyrir sér aukið hatur gagnvart kristnum mönnum í Bandaríkjunum á næstunni.
Eins og CBN News hefur greint frá starfaði Andrew Brunson, 52 ára, trúboði í Tyrklandi í meira en 20 ár. Síðan var hann handtekinn af lögreglu í stórri aðgerð árið 2016 eftir meinta valdaránstilraun gegn Erdogan, forseta Tyrklands, sem Brunson hafði ekkert að gera með. Presturinn hafði stofnað upprisukirkjuna í Izmir, þar sem fólk deildi Kristi opinskátt og hjálpaði einnig sýrlenskum flóttamönnum - sumir þeirra Kúrdar.
Tyrkneska ríkisstjórnin sakaði Brunson um að vera umboðsmaður CIA sem leggði á ráðin með hryðjuverkamönnum Kúrda að framkvæma meint valdarán. Að lokum var hann leystur eftir að Trump-stjórnin greip diplómatískt inn í.
Brunson sagði nýlega við „Global Prayer for US Elight Integrity“ atburðinn á Facebook að honum fyndist vera eitthvað „nýtt til að brýna“ fyrir Bandaríkjunum.
„Þegar ég kom aftur til Bandaríkjanna rétt yfir tveimur árum síðan, í fyrsta skipti á ævinni - mest allt mitt líf hef ég einbeitt mér erlendis - í fyrsta skipti á ævinni, ég hef í raun brýnt fyrir þessu landi, fyrir Bandaríkin, “sagði Brunson . “Og ekki bara með þessum kosningum. Því lýkur ekki með þessum kosningum en það hefur farið vaxandi hjá mér síðustu tvö ár.“
„Ég trúi því að þrýstingur sem við sjáum í landi okkar núna muni aukast og einn af þessum þrýstingi verður fjandskapur gagnvart fólki sem umfaðmar Jesú Krist og kenningu hans, sem skammast sín ekki fyrir að standa fyrir hann,“ sagði hann. Hann hélt áfram. "Áhyggjur mínar eru að við erum ekki tilbúin fyrir þennan þrýsting. Og að vera ekki viðbúin er mjög, mjög hættulegt á ýmsum stigum."
Brunson útskýrði að hann teldi að Guð hefði þann tilgang að leyfa honum að vera varpað í tyrkneskt fangelsi svo hann gæti undirbúið aðra betur fyrir komandi reynslur og þrengingar sem þau munu þola.
„Ég held að einn af tilgangunum sem Guð hafði fyrir mig í fangelsinu var að ég lærði þrautseigju á dýpra stigi aftur og aftur og aftur, þar sem ég var ítrekað brotinn og að lokum endurreisti hann mig,“ sagði hann. „En einn tilgangurinn sem hann hafði fyrir mig var að læra þessa þrautseigju svo ég gæti hjálpað til við að búa aðra undir þrautseigju.“
Presturinn sagðist telja að ofsóknir muni koma hvort sem Trump forseti takist vel í löglegum áskorunum sínum í kosningum eða ekki.
„Þrátt fyrir hver sigrar í þessum kosningum, tel ég að ofsóknir séu enn að koma og þær komi fljótt og þær komi fljótlega,“ sagði hann. „Þannig að ef Trump forseti sigrar mun það tefja ofsóknir á vettvangi ríkisstjórnarinnar, en þetta kemur ekki í veg fyrir fjandskapinn sem er að aukast í samfélagi okkar gagnvart fylgjendum Jesú,“ varaði Brunson við.
„Og ég vil nefna það hér að Jesús var ástúðlegasti og besti maður sögunnar og samt var hann kallaður vondur og fólk ætlar ekki bara að vera ósammála okkur,“ bætti Brunson við. "Þeir munu segja að við séum vond og þeir munu réttlæta allt sem þeir gera okkur vegna þess að þeir munu mála okkur sem vonda menn."
„Það sem er þungt í hjarta mínu er að við þurfum að búa okkur undir að undirbúa eigið hjarta,“ sagði Brunson.
Þýdd grein af CBN 12. desember 2020.
Steindór Sigursteinsson.

fimmtudagur, 10. desember 2020

Geðheilbrigðisþjónusta á ekki að mæta afgangi

 


„Geðheilbrigðisjónusta á ekki að mæta afgangi. Við myndum aldrei láta einstakling bíða í eitt til eitt og hálft ár til að athuga hvot hann væri beinbrotinn.“ Þetta segir sálfræðingur í viðtali við RÚV. Sannarlega er ástæða til að taka undir það. 

miðvikudagur, 9. desember 2020

„Ég hugsa oft til þessa fósturs ...“





Draumar um sálir látinna fóstra koma fyrir í frásögnum kvenna sem farið hafa í fósturdeyðingu. Hér er gripið niður í bókinni Rof. Frásagnir kvenna af fóstureyðingum. Höf. Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir.
Marta: „Síminn hringdi og í símanum var systir mín búsett á landsbyggðinni. Hana hafði dreymt að pabbi kæmi til hennar með lítið barn á handleggnum. Hvort hann sagði að ég ætti það man ég ekki en hún tengdi þetta við mig, skýr draumur og hún spurði mig hvort ég væri ófrísk. Ég svaraði auðvitað að ég hefði farið í fóstureyðingu. … ég hugsa oft til þessa fósturs, hver sá einstaklingur væri í dag. Enn er ég með samviskubit yfir þessari ákvörðun, þó ég sjái ekki beint eftir þessu þá myndi ég aldrei gera þetta aftur. Því ekkert er stórkostlegra en að eignast börn og sjá þau verða að mönnum.“ Bls. 29.
Úr Umsögn Mks um frumvarp til þungunarrofs.

föstudagur, 13. nóvember 2020

Ekkert hagsmunamat hefur farið fram á réttindum fóstra og feðra


Í tengslum við mótmælaaðgerðir og innflutt átakastjórnmál undanfarinna daga um fósturdeyðingalöggjöf í Póllandi hafa komið fram sjónarmið þess eðlis að einu réttindin sem máli skipta í þessu sambandi séu réttindi móður. Vissulega hefur móðirin sín réttindi en ástæða er til að minna á að við undirbúning laga nr. 43/2019 fór ekki fram hagsmunamat á mögulegum réttindum fóstursins né heldur föðursins. Þetta gerðist þrátt fyrir að málefnahópur Kristinna stjórmálasamtaka benti í umsögn sinni á nauðsyn þess að slíkt mat yrði gert. 

Fyrir nokkru snéri stjórnvaldsnefnd við úrskurði útlendingastofnunar um brottvísun á þeim forsendum að hagsmunamat barna hefði verið ófullnægjandi. Í ljósi hins nýfundna áhuga stjórnvalda á hagsmunamati er vert að rifja þessa staðreynd upp. 

Umsögn MKs um frumvarp til þungunarrofs



Hér fyrir neðan er óstytt umsögn málefnahóps Kristinna stjórnmálasamtaka (MKs)  um stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra um hið svonefnda þungunnarrof sem lagt var fram á löggjafarþinginu 2018-2019 sem síðar varð að lögum 43/2019 um sama málefni. 

-------------------------------------------------------


Til nefndasviðs Alþingis, velferðarnefnd.

Umsögn um 393. mál, stjómarfrumvarp heilbrigðisráðherra.
Þingskjal 521, 149. löggjafarþing 2018-2019

Sendandi: Málefnahópur kristinna stjórnmálasamtaka (MKs).

Reykjavík 22. janúar 2019.

MKs gerir athugasemdir við eftirfarandi kafla og greinar frumvarpsins:

Við I. kafla 1. grein um markmið þess „að tryggja sjálfsforræði kvenna til þungunarrofs“:

Þar sem réttindi fóstra virðast aukast aðeins í réttu hlutfalli við lífslíkur þeirra og ennfremur vegna þess að engin rannsókn á hugsanlegum algildum og tímalausum réttindum þeirra sem okkur er kunnugt um hefur farið fram ætlum við að í orðalagi þessarar greinar sé hallað á réttindi fóstra. Við hvetjum því alþingismenn til að láta fara fram úttekt eða rannsókn á mögulegum mannréttindum fóstra áður en frumvarpið verður að lögum.

Í þessu sambandi minnum við á hina kristnu trú á tilvist eilífrar sálar mannsins: „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál“. 1. Mósebók 2,7. Mikilvægur þáttur í þessari sýn er að við viljum búa í siðuðu kristnu samfélagi og við viljum ekki að lífi barna sé fórnað að geðþótta foreldris. Ekkert réttlætir það í raun, nema að lífi móður sé stefnt í hættu. Grískir heimspekingar eins og Pyþagoras og Herakleitos kenndu að sál mannsins væri eilíf. Þessar kenningar tileinkar gríski heimspekingurinn Sókrates sér á 5. öld f. Kr. og á grundvelli þeirra „mótar hann og gefur svip sinn því hugtaki sem Vesturlandaþjóðir hafa síðan í hálft þriðja árþúsund átt við með hugtakinu sál“ Gunnar Dal (1957). Sókrates. Það ætti engum að koma á óvart þó trú á ódauðlega sál móti afstöðu manna þar sem trúfrelsi er tryggt í stjórnarskrá. Skoðanir og sjónarmið byggðar á trúarlegum forsendum eru ekki síðri eða minna verðar en aðrar því mannréttindi trúar eru ekki minna virði en önnur mannréttindi.

Draumar um sálir látinna fóstra koma fyrir í frásögnum kvenna sem farið hafa í fósturdeyðingu. Hér er gripið niður í bókinni Rof. Frásagnir kvenna af fóstureyðingum. Höf. Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir.

Marta: „Síminn hringdi og í símanum var systir mín búsett á landsbyggðinni. Hana hafði dreymt að pabbi kæmi til hennar með lítið barn á handleggnum. Hvort hann sagði að ég ætti það man ég ekki en hún tengdi þetta við mig, skýr draumur og hún spurði mig hvort ég væri ófrísk. Ég svaraði auðvitað að ég hefði farið í fóstureyðingu. … ég hugsa oft til þessa fósturs, hver sá einstaklingur væri í dag. Enn er ég með samviskubit yfir þessari ákvörðun, þó ég sjái ekki beint eftir þessu þá myndi ég aldrei gera þetta aftur. Því ekkert er stórkostlegra en að eignast börn og sjá þau verða að mönnum.“ Bls. 29.

Ólöf: „Eftir aðgerðina spáði ég ekki mikið í þetta og lokaði eiginlega alveg á það. Mig dreymdi samt af og til eftir þetta með löngu millibili, lítinn strák sem kallaði mig mömmu, og það tók svolítið á mig.“ Bls. 42.

Pála: „Þegar ég hugsa um litlu veruna er hún alltaf í kvenkyni. … Þegar mig hefur dreymt hana hefur hún alltaf verið með lokuð augun, hreyfingarlaus í hnipri en samt afskaplega friðsæl, böðuð laxableikum bjarma. Hún sefur alltaf í draumum mínum. Líklega vegna þess að hún vaknaði aldrei.“ Bls. 190.

Sérhvert fóstur hefur sérstakt erfðamengi og er manneskja hvernig sem málið er hugsað. Lífinu sem er eytt, er til að mynda annaðhvort líf drengs eða stúlku. Það er ekki hægt að komast hjá þeim dómi að fóstureyðing sé í raun aftaka mannlegs lífs.

Algengt andsvar er að spyrja, hvort konan eigi ekki að hafa yfirráðarétt yfir eigin líkama. Svarið við því hlýtur að vera játandi, en takmarkast af því að hún þurfi ekki að taka annað líf til að ráða yfir sér. Því fóstur í móðurkviði er ekki hennar líf, heldur líf annarrar manneskju með annað erfðamengi, taugakerfi, blóðrás, hjarta og öll líffæri. Öll líffæri hafa myndast á fyrsta þriðjungi meðgöngu og er því ekki um fósturvísi að ræða lengur. Hjartað er farið að starfa fyrir 25. dag meðgöngu og hjartsláttur sést við ómskoðun á 6.-7. viku.

Í þessu sambandi minnum við einnig á það sem fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um fósturdeyðingu í dómum sínum en þó ekki tekið skýrt af skarið varðandi réttindi fósturs á grundvelli 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu eða réttindi kvenna til fósturdeyðinga sem byggist á 8. gr. sáttmálans eða öðrum ákvæðum sáttmálans heldur vísað til svigrúms ríkjanna til þess að setja sér löggjöf á umræddu sviði til samræmis við sáttmálann. Ennfremur minnum við á ályktun þings Evrópuráðsins 1607 (2008) þar sem það áréttar að fósturdeyðing geti ekki á nokkurn hátt verið álitin fjölskylduáætlunartæki, að fósturdeyðingu eigi að forðast eftir fremsta megni og að beita eigi öllum mögulegum leiðum sem samræmast réttindum kvenna til að takmarka fjölda óráðgerðra þungana og fósturdeyðinga.

MKs tekur undir samning Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gegn konum en telur að með orðalagi I. kafla 1. greinar halli á hagsmuni feðra. Þar er notað orðalagið: „Markmið laga þessara er að tryggja að sjálfsforræði kvenna sem óska eftir þungunarrofi sé virt með því að veita þeim öruggan aðgang að heilbrigðisþjónustu í samræmi við ákvæði laganna.” Markmiðið er eitt og aðeins eitt; að tryggja sjálfsforræði kvenna og ekki minnst á mögulega skörun réttinda við annan rétt s.s. fóstra eða feðra. Í raun mætti ætla að þetta orðalag heimilaði að bundinn yrði endi á líf fósturs allt fram að fæðingu ef ekki kæmi til sérstök grein sem takmarkaði verknaðinn við 22. viku. Ef frumvarpið yrði að lögum þá myndi hið sérstaka viðfangsefni og markmið tryggja að hin nýju lög myndu vega þyngra en almenn og eldri lög um allt sem viðkemur þessum sérstöku málefnum svo sem jafnréttislög svo tekið sé dæmi.

Við tökum fram að í þessu samhengi erum við ósammála því að draga of víðtækar og almennar ályktanir af niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Bosso gegn Ítalíu nr. 50490/99 frá 2002 að réttindi mögulegs verðandi föður í tengslum við fósturdeyðingu skuli fyrst og fremst taka mið af réttindum konunnar.

Í þessu samhengi tökum við undir orð Guðlaugar í bókinni Rof. Frásagnir kvenna af fóstureyðingum: „Það er heldur ekkert talað um karla sem fara í gegnum fóstureyðingar með konum, hvort sem þeir hafa viljað það eða ekki. Að langa í barnið og geta ekki neitt um það sagt er örugglega mjög erfitt.“ Bls. 60.

Lög um fóstureyðingar nr. 25/1975 heimiluðu þær af félagslegum ástæðum. MKs er kunnugt um dæmi hjóna frá því á 10. áratugnum þar sem konan hafði eignast barn 12 mánuðum áður en hún varð þunguð að nýju. Konan vildi láta eyða fóstrinu á þeim forsendum að of stutt væri milli barna, vegna fyrirsjáanlegs aukins álags í uppeldinu og að um áhættumeðgöngu yrði að ræða en karlinn vildi það ekki. Hjónin voru ágætlega stæð efnahagslega og félagslega og höfðu gott tengslabakland. Þau ræddu þennan ágreining við heimilislækninn (konu) sem tók afstöðu með sjónarmiði karlsins á þeirri forsendu að ekkert væri að félagslegum aðstæðum þeirra og fóstureyðing væri því í rauninni ólögmæt. Konan féllst á það sjónarmið og gekk með barnið til fæðingar. Ætla má að þetta dæmi sé ekki einsdæmi í sögu laga 25/1975.

Með því að kveða svo fast að orði um sjálfsforræði kvenna í frumvarpinu eru hagsmunir feðra því fyrir borð bornir. Lagalega standa þeir uppi berskjaldaðri og með minni réttindi en áður burtséð frá því hver framkvæmd laga 25/1975 hefur verið. Þetta er að sjálfsögðu í mótsögn við jafnréttisþróun síðustu ára. Það getur ekki verið hollt neinu sambandi, til dæmis hjónabandi, að annar aðilinn hafi allan rétt á einhverju sviði en hinn aðilinn engan rétt. Við óttumst að þessi nýi og heimatilbúni réttindahalli geti orsakað meiri deilur milli hjóna og milli kynjanna almennt en hingað til hafa þekkst en umpólun þjóðfélagsins í konur/karla, vinstri/hægri er því miður áberandi um þessar mundir sem er þróun sem okkur hugnast ekki. Við horfum frekar til Heilagrar ritningar sem hvetur til eindrægni: „Þrennt er það sem ég hef yndi af og það er fagurt í augum Guðs og manna: samlyndi bræðra, vinfengi granna og hjón sem lifa saman í eindrægni.“ Síraksbók 25,1.

Við I. kafla 2. grein: Gerð er athugasemd við orðið „þungunarrof“ yfir lyfjagjöf eða aðra læknisaðgerð sem framkvæmd er að beiðni konu í því skyni að rjúfa þungun. Við teljum að með þessu orðalagi sé athygli beint frá þeirri staðreynd að í verknaðinum felst að bundinn er endir á líf fósturs.

Við II. kafla 4. grein: Ljóst er að þessi langi frestur, 22 vikur, sá næst lengsti á eftir Hollandi af þeim löndum sem nefnd eru í greinargerð með frumvarpinu er settur til að hægt sé að binda enda á þungun án þess að það sé réttlætt með tilvísun í sérstakar ástæður á borð við vansköpun, sjúkdóm, erfðir eða sköddun eins og gert var í lögum 25/1975. Hér vill MKs leggja sérstaka áherslu á að gætt sé varúðar því þetta mikla frelsi getur haft alvarlegar og afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Þekkt er að deyðingar fóstra í stórum stíl hafa haft þau áhrif að fækka einstaklingum sem tilheyra tilteknum hópum sem standa höllum fæti á einhvern hátt. Í Asíu bæði í Kína og á Indlandi hefur möguleikinn að kyngreinina fóstur leitt til þess að mun færri meybörn fæðast en sveinbörn. Hér á Íslandi var umræða fyrir ekki svo löngu því í ljós kom að kerfisbundin leit að litningafráviki hefur leitt til þess að færri börn með tiltekið litningafrávik fæðast. Líklegt er að á næstu árum og áratugum verði auðveldara að kortleggja ýmsa eiginleika fósturs en nú er. Hér skortir okkur ímyndunarafl og forspá til að sjá fyrir hvaða hópar muni koma harðast niður. Hér er ekki verið að ásaka þær mæður sem taka þessar ákvarðanir heldur bent á að kalt veraldlegt lífsgæðamat sem oft á tíðum er ónákvæmt, skammsýnt og jarðbundið er hinn raunverulegi og undirliggjandi áhrifavaldur í þessum ákvörðunum.

Það er skiljanlegt að hugmyndafræðin um takmörkun á barneignum sem átti upphaf sitt fyrir rétt rúmum hundrað árum hafi fundið hljómgrunn í samfélögum þar sem algengt var að barnafjöldi hjóna færi langt með fyrsta eða annan tuginn eins og gerðist fram yfir miðja síðustu öld en í dag þegar fyrir liggur að fólksfjölgun er ekki næg og flestu upplýstu fólki mega vera ljósar hinar alvarlegu lýðfræðilegu afleiðingar þá er engum stætt á því að fljóta með gagnrýnislaust eða án þess að gera eitthvað í málinu.

Það er gæfa að eignast barn og þótt það virðist óvelkomið í byrjun, mun barnið sjálft, verund þess og líf breyta aðstæðum foreldris í blessun og vekja fögnuð, sama hversu á horfðist í fyrstu. Þessa visku höfðu menn hér áður fyrr. Höfum við tapað henni? Ríkið getur því ekki haft það að stefnu að lífláta vaxandi barn í móðurkviði að vilja einnar manneskju og gildir einu þótt um móður þess sé að ræða. Það er siðferðilega óverjandi. Það er skaðlegt einnig. Hverja skaðar það? Móðirin tekur líf og það skilur eftir sig spor hjá henni sjálfri, jafnvel þótt hún afneiti því. Því hún gleymir því aldrei, innsta verund hennar, sálin sleppir ekki af því takinu. Það er svipað með önnur brot á lögmálum lífsins, að einstaklingurinn sjálfur verður að fullu og öllu að bera ábyrgð á gerðum sínum. Og standa klár við lokadóm. Ábyrgð okkar hinna er að hafa varað við.

Við II. kafla 7. grein: Við leggjum ríka áherslu á að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem ekki treysta sér samvisku sinnar vegna að framkvæma eða aðstoða við framkvæmd þess að deyða fóstur í móðurkviði eigi rétt á að segja sig frá þeim aðgerðum. Þessi verknaður er ekki læknisaðgerð í neinum venjulegum skilningi og hann brýtur gróflega gegn læknaeiðnum sem allir læknar undirgangast. Í þessu sambandi minnum við á spurningu Olgu í bókinni Rof. Frásagnir kvenna af fóstureyðingum sem við svörum hiklaust neitandi: „Mér fannst starfsfólkið á deildinni svolítið kalt gagnvart mér eftir að ég tók lyfin. … Mér fannst ég vera meðhöndluð eins og hlutur og velti fyrir mér hvort það væri rétta fólkið að vinna þarna. Ég á t.d. vinkonu sem er hjúkrunarfræðingur og er mjög andsnúin fóstureyðingum. Ætti hún að vera að vinna svona vinnu?“ Bls. 65.

Við II. kafla 8. grein um fræðslu og ráðgjöf: Hér mætti ganga enn lengra í orðalagi en gert er, t.d. taka fram að ráðgjöfin skuli vera veitt af aðilum sem hafa ekki hagsmunatengsl við stofnunina þar sem aðgerðin er framkvæmd. Það er skoðun okkar að það sé í besta falli óeðlilegt en í versta falli siðferðislega rangt að ráðgefandi aðilar hafi hagsmunatengsl við stofnunina þar sem aðgerðin fer fram. Sem dæmi um hagsmunatengsl má nefna ef bæði ráðgjafi sem gefur ráð og læknir sem framkvæmir aðgerðina þiggja laun frá sömu stofnun. Þær konur sem íhuga að binda enda á meðgöngu ættu að eiga kost á ráðgjöf óháðra sérfræðinga. Í þessu sambandi vitnum við aftur í bókina Rof. Frásagnir kvenna af fóstureyðingum:

Olga: „Ég velti fyrir mér hvort það sé alltaf rétt að mæla með þessu, því ég hefði ekki óskað eftir þessu fyrir neina stelpu sem væri í minnsta vafa um fóstureyðinguna. Maður fann rosalega mikið fyrir þessu … En mér fannst upplýsingarnar um þessa aðferð ekki fullnægjandi. Mér var sagt að maður fyndi eiginlega ekkert fyrir þessu, sem stóðst ekki, heldur leið mér eins og ég hefði hreinlega kúkað fóstrinu í klósettið. Mér finnst þurfa að fara varlega með að ráðleggja konum að fara þessa leið.“ Bls. 65.

Agnes: „Á þessum tíma er ég eðlilega í uppnámi vegna framhjáhalds maka. Og það var það sem bæði félagsráðgjafi og læknir einblíndu á. Eftir á að hyggja undraði ég mig á þessu. Hvers vegna upplýsti mig enginn um meðlag, mæðralaun, systkinaafslætti í leikskóla og allt það ef áhyggjur mínar skyldu vera fjárhagslegar? Hví spurði mig enginn út í félagsegar aðstæður? … Enginn spurði mig hvort bakland mitt væri sterkt. Enginn nefndi ættleiðingu sem möguleika. “ Bls. 110.

Við III. kafla 9. grein: Við erum andvíg því að almenningur greiði fyrir fósturdeyðingar, því það flytur ábyrgð og kostnað yfir á alla þegna landsins, eins og almenn sátt ríki um þær sem er ekki. Við lítum svo á að ákvæði 64. greinar stjórnarskrár Íslands um að enginn sé skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að eigi einnig við um verknað eða athafnasemi sem stríði gróflega gegn trúarsannfæringu einstaklings. Þetta er mikilvægt sérstaklega í ljósi 11. greinar sama kafla en þar er tekið fram að brot gegn ákvæðum laganna fari samkvæmt almennum hegningarlögum og lögum um heilbrigðisstarfsmenn eftir því sem við á.

Við III. kafla 10. grein: Við gerum athugasemd við að skrá yfir „þungunarrof“ skuli vera ópersónugreinanleg því slíkt fyrirkomulag mun óhjákvæmilega hamla rannsóknum á afleiðingum fósturdeyðinga. Hægt væri að halda skrá lyklaða með gerviauðkennum þannig að ekki væri hægt að rekja færslur í henni til einstaklinga nema með sérstöku leyfi Persónuverndar og þá aðeins í þágu rannsókna.

Virðingarfyllst

Fyrir hönd Málefnahóps Kristinna stjórnmálasamtaka

Gígja Gísladóttir, Þinghólsbraut 45 Kópavogi
Guðjón Bragi Benediktsson, hagfræðingur Reykjavík
Guðmundur Pálsson, Kvisthaga 21 Reykjavík
Gunnar Karl Halldórsson, Grundargötu 28 Grundarfirði
Jón Hagbarður Knútsson, fyrrv. sóknarpr. í Þjóðkirkjunni, Goðheimum 21 Reykjavík
Jón Valur Jensson, guðfræðingur, kt. 3108492279
María Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Freyjuvöllum 10 Reykjanesbæ
Ólafur Þórisson, guðfræðingur, Neðstaleiti 1 Reykjavík
Ragnar Geir Brynjólfsson, Baugstjörn 33 Selfossi
Rósa Aðalsteinsdóttir, Hafnarbyggð 37 Vopnafirði
Snorri Óskarsson, Lögbergsgötu 1 Akureyri
Steindór Sigursteinsson, Nýbýlavegi 28 Hvolsvelli
Tómas Ibsen Halldórsson, Hjallabraut 35 Hafnarfirði
Þórður Guðmundsson, guðfræðingur, Valshólum 4 Reykjavík


sunnudagur, 11. október 2020


 

Í framvarpi til breytinga á áfengislögum sem Áslaug Arnu Sigurðardóttir dómsmála-ráðherra hyggst leggja fram er lagt til að rekst­ur inn­lendra vef­versl­ana með áfengi í smá­sölu til neyt­enda verði heim­ilaður og að smærri brugg­hús­um verði gert kleift að selja áfengt öl í smá­sölu á framleiðslu­stað.

Frestur til að senda inn umsögn til Alþingis um frumvarp þetta lýkur á morgun mánudag. Margir hafa sterkar skoðanir á frumvarpi þessu. Sendi undirritaður inn umsögn nú í dag og er hún á þessa leið:

"Það er augljóst mál að samþykkt frumvarps háttvirts dómsmálaráðherra sem heimilar sölu áfengis á netinu til Íslendinga og áfengisframleiðendum að selja beint til neytenda, bæti rekstrargrundvöll þessara fyrirtækja og auki hagnað.

En hvað með unga fólkið og samfélagið allt? Mun þetta bæta hag unga fólksins okkar og annarra?

Það leikur enginn vafi á því að aukið aðgengi að áfengi eykur drykkju. Neysla áfengis veldur aukinni tíðni ótímabærra dauðsfalla, fjölgar umferðarslysum, eykur ofbeldi utan heimilis og innan, þar á meðal kynferðismisnotkun. Áfengi er skaðlegt heilsu fólks rétt eins og tóbak, sem mikið forvarnarstarf hefur verið unnið á meðal ungs fólks undanfarna áratugi. En áfengi er að því leiti hættulegra en tóbak þar sem það slævir dómgreind, minnkar athyglisgáfu og í sumum tilfellum siðferðisvitund.

Sú röksemd að leifa eigi sölu áfengis á netinu til íslenskra neytenda vegna þess að það sé heimilt utanlands frá, er haldslítil. Það hefði aldrei átt að heimila slíka sölu af netinu utanlands frá. Framleiðendur áfengra drykkja ættu að gera sér grein fyrir að áfengi er óholl vara þeim sem neytir hennar og er mikið þjóðfélagsböl þar sem það veldur þjóðfélaginu miklu tjóni og eykur kostnað fyrir heilbrigðiskerfið."

Hérna má sjá innsendar umsagnir á samradsgatt.island.is

laugardagur, 19. september 2020

Heimsókn forseta MDE til Tyrklands er réttlætanleg

RÚV greinir frá því að þingmaður Pírata og mannréttindalögfræðingur álíti að nýleg heimsókn forseta Mannréttindadómstóls Evrópu MDE til Tyrklands hafi verið réttlætanleg. Að líkindum er þetta rétt mat. Skortur á samtali og útilokun leiðir að öllu jöfnu til fjarlægðar og kuldalegri samskipta. Til þess er tekið að forseti MDE ræddi og lagði áherslu á mannréttindi í ferð sinni. Vissulega eru gild sjónarmið einnig á móti, en hér þarf  að taka inn í myndina hugsanlegar afleiðingar af því að sleppa því að mæta, hafna heiðrinum, sniðganga þannig og smána Tyrkjastjórn opinberlega. 

Skiljanlegt er að margir sakni meiri mannréttinda í Tyrklandi og baráttumenn þar í landi ætla að tileinka sér óbreyttar fyrirmyndir menningarbyltinga vestursins, þrýsta hart á um sniðgöngu og reyna að flækja utanaðkomandi aðila í þeim átakastjórnmálum sem viðgangast þar. En er hægt að yfirfæra þær hugmyndir óbreyttar á tyrkneskt samfélag og er slíkur þrýstingur og afskipti í átt til útilokunar af hinu góða núna? Eitt er víst, meginland Evrópu á mikið undir því að stjórnmálalegur stöðugleiki haldist í Tyrklandi og þróunin þar verði friðsæl og á þeirra eigin forsendum. 

Hafa ber í huga að heimsókn forseta MDE virkar í báðar áttir. Það er ekki aðeins forseti dómstólsins sem þiggur heiður, því með því að taka á móti honum staðfestist vilji stjórnvalda í Tyrklandi að sýna dómstólnum og því sem hann stendur fyrir opinberan heiður.  Að líkindum eiga unnendur mannréttinda í Tyrklandi meira undir því yfirbragði stjórnvalda í landi sínu heldur en ef samskiptin við MDE dómstólinn þokuðust í átt að alkuli. Sniðganga hefði verið fyrsta skrefið í þá átt. 




þriðjudagur, 8. september 2020

Prófessor hefur áhyggur af stöðu drengja

Visir.is greinir frá því að prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við HR og Háskólann í Þrándheimi hafi áhyggjur af stöðu drengja í íslenska skólakerfinu. Hann bendir á að kynjahlutföllin á háskólunum séu um 70/30 stúlkum í hag og að um 35% drengja 15 ára geti ekki lesið sér til gagns. Hann bendir á að hér taki um 15% drengja á aldrinum 10-15 ára ofvirknislyfið Rítalín en það sé mun hærra hlutfall en í Noregi.  

Formaður Kennarasambands Íslands - KÍ var gestur í síðdegisþættinum Samfélaginu á RÚV 28. ágúst sl. og ræddi m.a. þennan slaka lesskilning. Í máli hans kom fram að hann teldi að ein meginástæðan væri sú að börn sæktu sér ekki afþreyingu í lesefni líkt og tíðkaðist áður. Hér hefur hann að líkindum átt við að núna fanga snjalltæki huga margra í frítímanum. 

Gera má ráð fyrir að foreldrar þurfi enn markvissari stuðning og leiðbeinandi viðmið frá félagsmálayfirvöldum sveitarfélaganna en nú er í boði. Að vísu hafa einhver sveitarfélög gefið út viðmið um skjánotkun en hér þyrfti einnig að koma til tækniaðstoð, s.s. leiðbeiningar um forrit til að auðvelda foreldrum stjórnun snjalltækja og til að nota þau sem skynsamlega umbun en ekki langtíma afþreyingu með tilheyrandi fíkniáhrifum. 

Hér þyrfti að koma ákveðnara frumkvæði frá ríkisvaldinu en einnig frá félagsmálastjórnum sveitarfélaganna því þessi málaflokkur er að stórum hluta á þeirra borði. Afleiðingar af auknu ólæsi ungra karla og menntunargjá milli kynjanna eru ekki góðar en þar á meðal er líklegt að finna megi skort á samtali, sniðgöngu og lakari stöðu á vinnumarkaði auk annars.  Ef einhver lesenda getur bætt við sig bænarefnum þá mætti aukinn lesskilningur pilta og aukin félagslegur stuðningur við foreldra vera þar á meðal. 



miðvikudagur, 2. september 2020

Göngustígarnir: Sveitarstjórnirnar og ríkisvaldið geta gert betur

RÚV greinir frá ófremdarástandi í efri byggðum Kópavogs vegna aksturs ungmenna á léttum bifhjólum á göngustígum. Foreldri líkir ástandinu við villta vestrið. Lögreglan segir vandasamt að leysa málið enda skortir lögregluna bæði lagaheimildir og reglur bæði frá sveitarstjórnum og ríkisvaldinu. Þessir valdhafar fá hér tækifæri til að bæta um betur.  

Í fyrsta lagi er mikilvægt að aðskilja umferð hjólandi og gangandi og gera umferðargötur þannig úr garði að gert sé ráð fyrir að hjólandi umferð fullorðins fólks með bílpróf haldist að mestu á þeim, a.m.k. þar sem hámarkshraðinn er 30. Ef hámarkshraðinn er hærri þarf að líkindum að gera ráð fyrir tvískiptu kerfi göngu- og hjólastíga. 

Í öðru lagi þá er óeðlilegt að fullorðið fólk með bílpróf ferðist hjólandi á mikilli ferð á stígum þar sem gert er ráð fyrir gangandi umferð.  Aðeins virkt eftirlit af hálfu sveitarfélaganna getur breytt þessu, lögregla annar þessu ekki. 

Í þriðja lagi þá ætti ekki að leyfa neinum að aka um á rafskútu eða léttu bifhjóli án þess að fá fræðslu af einhverju tagi. Hægt væri að sjá fyrir sér minnkaða útgáfu af bílprófi sem gæfi unglingum leyfi til að aka þessum hjólum. 

Í fjórða lagi skortir eftirlit á hjóla- og gangstígum. Sveitarstjórnir hafa ekki séð nauðsyn þess ennþá að manna  umferðarvörslu eða neins konar stýringu einkum nálægt fjölförnum svæðum s.s. skólum. Úr þessu þarf að bæta. 



laugardagur, 29. ágúst 2020

Skortur á samtali leiðir af sér öfgar

RÚV greinir frá óeirðum og handtökum í Malmö í gær sem urðu í kjölfar kóranbrennu á svæðinu. Það er afleitt að svo mikil andúð fái að varða leiðina í samskiptum ólíkra menningabrota á svæðinu. Lögreglan reynir að lægja öldurnar en hún getur ekki ráðist að rótum vandans því það er á verksviði stjórnmálanna. 

Það er erfitt að líta framhjá því að það að brenna helgirit opinberlega er sterk ögrun og nærtækasta samlíkingin er við krossbrennur Ku klux klan samtakanna. Nærvera hópa af ólíkri menningu er staðreynd sem er komin til að vera og trúfrelsi verður að virða. Hér þyrfti saksóknari að grípa í taumana og sækja þá til saka sem hafa uppi ögranir af þessum toga. 

Þetta gerist á sama tíma og stjórnmál átaka og útilokunar virðast eiga æ meiri hljómgrunn. Hugsuðir meginstraums - stjórnmála virðast sumir aðhyllast þögn og sniðgöngu gagnvart þeim sem hafa uppi öndverð sjónarmið. Afleiðingarnar af þessum skorti á samtali eru enn meiri öfgar. Raunar er það svo að öfgar eru líklega annar mesti vandi sem steðjar að ungu fólki í dag næst á eftir fíknivandanum. Þarna þyrfti að koma til samtal milli þeirra sem aðhyllast andstæð sjónarmið en einnig er nærtækt að ætla að það skorti á samtal og hvatningu til hófstillingar milli kynslóða innan hvors skoðanahópsins um sig.  

föstudagur, 28. ágúst 2020

Kristnir pakistanar hvattir til að gerast múslimar gegn greiðslu

AsiaNews greinir frá því að kaupsýslumaður bjóði yfir þúsund dollara til kristinna manna sem snúist til íslam, en næstum sex þúsund dollara ef heil kristin fjölskylda snýst. Myndskeið kaupsýslumannsins á TikTok hefur fengið mikið áhorf á samfélagsmiðlum.  

Kristnir og aðrir minnihlutahópar hafa átt undir högg að sækja í Pakistan sérstaklega síðan á miðjum 9. áratugnum þegar umdeild guðlastslög voru hert þar í landi af herforingjastjórninni. Skemmst er að minnast Asia Bibi kristinnar konu sem sætti guðlastsákæru í heimalandinu Pakistan en hlaut fyrr á þessu ári hæli í Frakklandi. 

miðvikudagur, 26. ágúst 2020

 

Jesúbænin



Drottinn Jesú Kristur, Sonur Guðs, miskunna þú mér, syndara.”


Eða, ef fleiri en einn fara með bænina saman:


Drottinn Jesú Kristur, Sonur Guðs, miskunna þú okkur, syndurum.”


Þessi bæn er forn og mjög mikið notuð í austurkirkjum, en er annars ekki bundin við neina eina kirkjudeild. Bænin er gjarnan endurtekin mörgum sinnum í einu, til dæmis 33 sinnum eða 100 sinnum. Sumir eiga bænaband með litlum hnútum, og nota fingurna til að fylgjast með, hve oft þeir hafa farið með bænina.


https://en.wikipedia.org/wiki/Jesus_Prayer