Í framvarpi til breytinga á áfengislögum sem Áslaug Arnu Sigurðardóttir dómsmála-ráðherra hyggst leggja fram er lagt til að rekstur innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda verði heimilaður og að smærri brugghúsum verði gert kleift að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað.
Frestur til að senda inn umsögn til Alþingis um frumvarp þetta lýkur á morgun mánudag. Margir hafa sterkar skoðanir á frumvarpi þessu. Sendi undirritaður inn umsögn nú í dag og er hún á þessa leið:
"Það er augljóst mál að samþykkt frumvarps háttvirts dómsmálaráðherra sem heimilar sölu áfengis á netinu til Íslendinga og áfengisframleiðendum að selja beint til neytenda, bæti rekstrargrundvöll þessara fyrirtækja og auki hagnað.
En hvað með unga fólkið og samfélagið allt? Mun þetta bæta hag unga fólksins okkar og annarra?
Það leikur enginn vafi á því að aukið aðgengi að áfengi eykur drykkju. Neysla áfengis veldur aukinni tíðni ótímabærra dauðsfalla, fjölgar umferðarslysum, eykur ofbeldi utan heimilis og innan, þar á meðal kynferðismisnotkun. Áfengi er skaðlegt heilsu fólks rétt eins og tóbak, sem mikið forvarnarstarf hefur verið unnið á meðal ungs fólks undanfarna áratugi. En áfengi er að því leiti hættulegra en tóbak þar sem það slævir dómgreind, minnkar athyglisgáfu og í sumum tilfellum siðferðisvitund.
Sú röksemd að leifa eigi sölu áfengis á netinu til íslenskra neytenda vegna þess að það sé heimilt utanlands frá, er haldslítil. Það hefði aldrei átt að heimila slíka sölu af netinu utanlands frá. Framleiðendur áfengra drykkja ættu að gera sér grein fyrir að áfengi er óholl vara þeim sem neytir hennar og er mikið þjóðfélagsböl þar sem það veldur þjóðfélaginu miklu tjóni og eykur kostnað fyrir heilbrigðiskerfið."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás eða ögrun þjóðfélagshópa né persónuárásir. Og skrifið undir fullu nafni!