föstudagur, 28. ágúst 2020

Kristnir pakistanar hvattir til að gerast múslimar gegn greiðslu

AsiaNews greinir frá því að kaupsýslumaður bjóði yfir þúsund dollara til kristinna manna sem snúist til íslam, en næstum sex þúsund dollara ef heil kristin fjölskylda snýst. Myndskeið kaupsýslumannsins á TikTok hefur fengið mikið áhorf á samfélagsmiðlum.  

Kristnir og aðrir minnihlutahópar hafa átt undir högg að sækja í Pakistan sérstaklega síðan á miðjum 9. áratugnum þegar umdeild guðlastslög voru hert þar í landi af herforingjastjórninni. Skemmst er að minnast Asia Bibi kristinnar konu sem sætti guðlastsákæru í heimalandinu Pakistan en hlaut fyrr á þessu ári hæli í Frakklandi. 

Engin ummæli: