AsiaNews greinir frá því að kaupsýslumaður bjóði yfir þúsund dollara til kristinna manna sem snúist til íslam, en næstum sex þúsund dollara ef heil kristin fjölskylda snýst. Myndskeið kaupsýslumannsins á TikTok hefur fengið mikið áhorf á samfélagsmiðlum.
Kristnir og aðrir minnihlutahópar hafa átt undir högg að sækja í Pakistan sérstaklega síðan á miðjum 9. áratugnum þegar umdeild guðlastslög voru hert þar í landi af herforingjastjórninni. Skemmst er að minnast Asia Bibi kristinnar konu sem sætti guðlastsákæru í heimalandinu Pakistan en hlaut fyrr á þessu ári hæli í Frakklandi.
Engin ummæli:
Ný ummæli eru ekki leyfð.