föstudagur, 13. nóvember 2020

Ekkert hagsmunamat hefur farið fram á réttindum fóstra og feðra


Í tengslum við mótmælaaðgerðir og innflutt átakastjórnmál undanfarinna daga um fósturdeyðingalöggjöf í Póllandi hafa komið fram sjónarmið þess eðlis að einu réttindin sem máli skipta í þessu sambandi séu réttindi móður. Vissulega hefur móðirin sín réttindi en ástæða er til að minna á að við undirbúning laga nr. 43/2019 fór ekki fram hagsmunamat á mögulegum réttindum fóstursins né heldur föðursins. Þetta gerðist þrátt fyrir að málefnahópur Kristinna stjórmálasamtaka benti í umsögn sinni á nauðsyn þess að slíkt mat yrði gert. 

Fyrir nokkru snéri stjórnvaldsnefnd við úrskurði útlendingastofnunar um brottvísun á þeim forsendum að hagsmunamat barna hefði verið ófullnægjandi. Í ljósi hins nýfundna áhuga stjórnvalda á hagsmunamati er vert að rifja þessa staðreynd upp. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás eða ögrun þjóðfélagshópa né persónuárásir. Og skrifið undir fullu nafni!