miðvikudagur, 9. desember 2020
„Ég hugsa oft til þessa fósturs ...“
Draumar um sálir látinna fóstra koma fyrir í frásögnum kvenna sem farið hafa í fósturdeyðingu. Hér er gripið niður í bókinni Rof. Frásagnir kvenna af fóstureyðingum. Höf. Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir.
Marta: „Síminn hringdi og í símanum var systir mín búsett á landsbyggðinni. Hana hafði dreymt að pabbi kæmi til hennar með lítið barn á handleggnum. Hvort hann sagði að ég ætti það man ég ekki en hún tengdi þetta við mig, skýr draumur og hún spurði mig hvort ég væri ófrísk. Ég svaraði auðvitað að ég hefði farið í fóstureyðingu. … ég hugsa oft til þessa fósturs, hver sá einstaklingur væri í dag. Enn er ég með samviskubit yfir þessari ákvörðun, þó ég sjái ekki beint eftir þessu þá myndi ég aldrei gera þetta aftur. Því ekkert er stórkostlegra en að eignast börn og sjá þau verða að mönnum.“ Bls. 29.
Úr Umsögn Mks um frumvarp til þungunarrofs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás eða ögrun þjóðfélagshópa né persónuárásir. Og skrifið undir fullu nafni!