laugardagur, 15. júlí 2023

„Kynferðisofbeldi er sambærilegt ofbeldi gegn ófæddum börnum“


Kristin Turner. Mynd: CNA
Catholic News Agency, Alabama: Ung bandarísk kona, Kristin Turner sem áður studdi fósturdeyðingar sneri við blaðinu í kjölfar kynferðisofbeldis sem hún varð fyrir af hálfu menntaskólakennara og hélt að hún væri þunguð. Hún rannsakaði fósturdeyðingar frekar og eftir það „þurfti hún að endurskoða“ afstöðu sína til þeirra.

„Ég áttaði mig á því að ofbeldið gegn mér er sambærilegt ofbeldinu sem framið er gegn ófæddu barni sem ekki er litið á sem fullkomlega mannlegt. Barni hvers líkami er ekki virtur og því er leyfilegt að beita það ofbeldi,“ sagði Turner í samtali við Prudence Robertson í nýlegu viðtali á „EWTN Pro-Life Weekly“.

Turner sagði að hún hafi komist að þessari niðurstöðu vegna „margra smáatriða“ en þátttaka hennar í hagsmunabaráttu fyrir lífsvernd hafi átt stóran þátt í henni. 

Birt með leyfi Catholic News Agency. [Tengill]

Engin ummæli: